Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2024 08:02 Frey var sagt upp símleiðis frá Bretlandi. Stjórnarmenn í Belgíu forðuðust hann. Isosport/MB Media/Getty Images Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira