Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2024 08:02 Frey var sagt upp símleiðis frá Bretlandi. Stjórnarmenn í Belgíu forðuðust hann. Isosport/MB Media/Getty Images Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira