Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 14:55 Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason voru besta körfuboltafólk ársins 2024, samkvæmt vali KKÍ. KKÍ Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þau hljóta nú nafnbótina í fyrsta sinn. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Nýja landsliðskonan Danielle Rodriguez og Sara Rún Hinriksdóttir veittu Thelmu mesta keppni um nafnbótina, en karlamegin komu Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson næstir á eftir Tryggva. Sara hafði verið valin körfuboltakona ársins fjögur ár í röð og Elvar þrjú ár í röð, fram að valinu í ár. Rök KKÍ fyrir valinu í ár má lesa hér að neðan. Val á körfuknattleikskonu ársins 2024: 1. Thelma Dís Ágústsdóttir 2. Danielle Rodriquez 3. Sara Rún Hinriksdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Birna Valgerður Benónýsdóttir, Kolbrún María Ármannsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík Thelma Dís kom heim úr námi árið 2023 hefur síðan leikið vel með Keflavík í Bónus-deildinni. Á árinu sem er að líða varð Keflavík deildar, bikar og Íslandsmeistari og var Thelma Dís burðarstólpi í því liði. Í lok tímabils var Thelma Dís valin í úrvalslið deildarinnar. Keflavík hefur farið ágætlega af stað í vetur og eru í efri hluta deildarinnar. Thelma Dís fer vel á stað og er með 15.2 stig, 4.6 fráköst og 3.9 stoðsendingar að meðaltali. Íslenska landsliðið lék tvo leiki á árinu og var Thelma lykilleikmaður þar. Í sigrinum gegn Rúmeníu átti hún stórleik og skoraði hún þar 21 stig. Danielle Rodriquez - BCF Elfic Fribourg Í lok árs 2023 fékk Danielle Íslenskan ríkisborgararétt en hún kom fyrst til Íslands árið 2016. Danielle átti gott ár með Grindavík en liðið fór í undanúrslit í bikarkeppni og Íslandsmóti. Í lok tímabils var Danielle svo valin í úrvalslið deildarinnar. Danielle skipti svo um félag og leikur nú með Firbourg sem situr í 1. sæti í efstu deild í Sviss ásamt því að hafa leikið í FIBA Eurocup. Danielle lék fyrstu landsleiki sína fyrir Ísland og átti stórbrotnaframmistöðu og stendur þar uppúr sigurkarfa hennar gegn Rúmeníu. Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík Sara Rún kom heim frá Spáni í upphafi árs og gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt Keflavík. Á árinu sem er að líða varð Keflavík deildar, bikar og Íslandsmeistari. Sara Rún átti stóran þátt í velgengni liðsins og var meðal annars valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sara Rún hefur á seinni hluta ársins átt við meiðsli að stríða og missti af meiri hlutanum af leiktíðinni. Það er þó gleðiefni að hún er mætt aftur og hefur tekið þátt í síðustu 3 leikjum Keflavíkur. Val á körfuknattleikskarli ársins 2024: 1. Tryggvi Snær Hlinason 2. Elvar Már Friðriksson 3. Kristinn Pálsson Aðrir sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Jón Axel Guðmundsson, Martin Hermansson, Ægir Þór Steinarsson Tryggvi Snær Hlinason - Surne Bilbao Basket Tryggvi er á sínu öðru ári með Bilbao. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 13. sæti efstu deildar Spánar þar sem Tryggvi var með 7,4 stig og 5,4 fráköst að meðaltali i leik. Einnig fór Tryggvi með Bilbao í undanúrslit í FIBA Eurocup, Tryggvi var þar með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar. Á þessari leiktíð er Tryggvi að bæta við sig í tölfræði en hann er með tæp 10 stig og 6 fráköst að meðaltali. Bilbao er sem stendur í 14. sæti efstu deildar Spánar en eru efstir í sínum riðli í FIBA Eurocup. Tryggvi er lykilmaður í Íslenska landsliðinu sem er sem stendur í 3 sæti í sínum riðli, en það gefur sæti á lokamóti Evrópukeppninnar-EuroBasket. Tryggvi er framlags hæsti leikmaður Íslenska liðsins og er með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar. Elvar Már Friðriksson - Maroussi B.C. Elva hóf árið hjá PAOK í Grikklandi og fór liðið í 8 liða úrslit þar sem þeir féllu úr keppni gegn Panathinaikos. Einnig tók liðið þátt í Basketball Champions League þar sem þeir komust uppúr riðlinum sínum. Í sumar færði Elvar sig um set í Grikklandi og skipti yfir til Maroussi en þeir sitja nú í 11 sæti. Þeir eru svo komnir áfram í milliriðla í FIBA EuroCup. Elvar er búinn að standa sig gríðarlega vel með Íslenska landsliðinu í undankeppni fyrir evrópumótið þar sem hann hefur skilað 14.3 stigum og 6.3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Kristinn Pálsson - Valur Kristinn varð bæði deildar og Íslandsmeistari með Val núna í Vor, Kristinn átti frábært ár hér heima í efstu deild og var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildar í kjölfarið. Kristinn er máttarstólpi hjá Vals liðinu í ár, sem situr sem stendur í 11. sæti Bónus deildarinnar. Kristinn er mikilvægur póstur í Íslenska landsliðinu og ber að minnast stórleiks hans núna í nóvember þar sem hann skoraði 22 stig í sigri á Ítalíu á útivelli. Körfubolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Nýja landsliðskonan Danielle Rodriguez og Sara Rún Hinriksdóttir veittu Thelmu mesta keppni um nafnbótina, en karlamegin komu Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson næstir á eftir Tryggva. Sara hafði verið valin körfuboltakona ársins fjögur ár í röð og Elvar þrjú ár í röð, fram að valinu í ár. Rök KKÍ fyrir valinu í ár má lesa hér að neðan. Val á körfuknattleikskonu ársins 2024: 1. Thelma Dís Ágústsdóttir 2. Danielle Rodriquez 3. Sara Rún Hinriksdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Birna Valgerður Benónýsdóttir, Kolbrún María Ármannsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík Thelma Dís kom heim úr námi árið 2023 hefur síðan leikið vel með Keflavík í Bónus-deildinni. Á árinu sem er að líða varð Keflavík deildar, bikar og Íslandsmeistari og var Thelma Dís burðarstólpi í því liði. Í lok tímabils var Thelma Dís valin í úrvalslið deildarinnar. Keflavík hefur farið ágætlega af stað í vetur og eru í efri hluta deildarinnar. Thelma Dís fer vel á stað og er með 15.2 stig, 4.6 fráköst og 3.9 stoðsendingar að meðaltali. Íslenska landsliðið lék tvo leiki á árinu og var Thelma lykilleikmaður þar. Í sigrinum gegn Rúmeníu átti hún stórleik og skoraði hún þar 21 stig. Danielle Rodriquez - BCF Elfic Fribourg Í lok árs 2023 fékk Danielle Íslenskan ríkisborgararétt en hún kom fyrst til Íslands árið 2016. Danielle átti gott ár með Grindavík en liðið fór í undanúrslit í bikarkeppni og Íslandsmóti. Í lok tímabils var Danielle svo valin í úrvalslið deildarinnar. Danielle skipti svo um félag og leikur nú með Firbourg sem situr í 1. sæti í efstu deild í Sviss ásamt því að hafa leikið í FIBA Eurocup. Danielle lék fyrstu landsleiki sína fyrir Ísland og átti stórbrotnaframmistöðu og stendur þar uppúr sigurkarfa hennar gegn Rúmeníu. Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík Sara Rún kom heim frá Spáni í upphafi árs og gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt Keflavík. Á árinu sem er að líða varð Keflavík deildar, bikar og Íslandsmeistari. Sara Rún átti stóran þátt í velgengni liðsins og var meðal annars valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sara Rún hefur á seinni hluta ársins átt við meiðsli að stríða og missti af meiri hlutanum af leiktíðinni. Það er þó gleðiefni að hún er mætt aftur og hefur tekið þátt í síðustu 3 leikjum Keflavíkur. Val á körfuknattleikskarli ársins 2024: 1. Tryggvi Snær Hlinason 2. Elvar Már Friðriksson 3. Kristinn Pálsson Aðrir sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Jón Axel Guðmundsson, Martin Hermansson, Ægir Þór Steinarsson Tryggvi Snær Hlinason - Surne Bilbao Basket Tryggvi er á sínu öðru ári með Bilbao. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 13. sæti efstu deildar Spánar þar sem Tryggvi var með 7,4 stig og 5,4 fráköst að meðaltali i leik. Einnig fór Tryggvi með Bilbao í undanúrslit í FIBA Eurocup, Tryggvi var þar með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar. Á þessari leiktíð er Tryggvi að bæta við sig í tölfræði en hann er með tæp 10 stig og 6 fráköst að meðaltali. Bilbao er sem stendur í 14. sæti efstu deildar Spánar en eru efstir í sínum riðli í FIBA Eurocup. Tryggvi er lykilmaður í Íslenska landsliðinu sem er sem stendur í 3 sæti í sínum riðli, en það gefur sæti á lokamóti Evrópukeppninnar-EuroBasket. Tryggvi er framlags hæsti leikmaður Íslenska liðsins og er með næst flest varin skot af öllum leikmönnum keppninnar. Elvar Már Friðriksson - Maroussi B.C. Elva hóf árið hjá PAOK í Grikklandi og fór liðið í 8 liða úrslit þar sem þeir féllu úr keppni gegn Panathinaikos. Einnig tók liðið þátt í Basketball Champions League þar sem þeir komust uppúr riðlinum sínum. Í sumar færði Elvar sig um set í Grikklandi og skipti yfir til Maroussi en þeir sitja nú í 11 sæti. Þeir eru svo komnir áfram í milliriðla í FIBA EuroCup. Elvar er búinn að standa sig gríðarlega vel með Íslenska landsliðinu í undankeppni fyrir evrópumótið þar sem hann hefur skilað 14.3 stigum og 6.3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Kristinn Pálsson - Valur Kristinn varð bæði deildar og Íslandsmeistari með Val núna í Vor, Kristinn átti frábært ár hér heima í efstu deild og var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildar í kjölfarið. Kristinn er máttarstólpi hjá Vals liðinu í ár, sem situr sem stendur í 11. sæti Bónus deildarinnar. Kristinn er mikilvægur póstur í Íslenska landsliðinu og ber að minnast stórleiks hans núna í nóvember þar sem hann skoraði 22 stig í sigri á Ítalíu á útivelli.
Körfubolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira