Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Kári Mímisson skrifar 19. desember 2024 22:00 Víkingar verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspil. víkingur / X Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu sér greinilega að sjá um þetta sjálfir en heimamenn áttu fyrir leikinn í kvöld ekki möguleika á að komast áfram. Það dró til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Melayro Bogarde, leikmaður LASK, fékk boltann í höndina inn í sínum eigin vítateig eftir langt innkast Víkinga. Ari Sigurpálsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og Víkingar komnir yfir. Ari Sigurpálsson sendi markmanninn í rangt horn.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images En Adam var ekki lengi í paradís þar sem aðeins þremur mínútum seinna voru heimamenn búnir að jafna og það gerði Marin Ljubicic eftir stórkostlegan undirbúning frá Maximilian Entrup. Eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn Víkinga tókst Entrup að leika á Ingvar Jónsson og koma knettinum fyrir á Ljubicic rétt áður en hann missti hann út af. Ljubicic skoraði svo með góðu skoti milli fóta Davíðs Atlasonar. Marin Ljubicic jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn.Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Fyrirliðinn, Nikolaj Hansen, var ekki langt frá því að koma Víkingum yfir stuttu seinna þegar hann skallaði boltann í slá eftir frábæran undirbúning frá Valdimari Þór Ingimundarsyni. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Jón Guðni Fjóluson þurfti að yfirgefa völlinn á sjúkrabörum. Víkingar sem léku án Gunnars Vatnhamar í kvöld kölluðu þá til einn af sínum allra dyggust þjónum þegar Halldór Smári Sigurðsson kom inn í hans stað. Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images Staðan 1-1 í hálfleik og útlitið gott fyrir Víkinga. Seinni hálfleikur verður seint hafður í minnum sem skemmtilegur og opinn hálfleikur. Víkingar vörðust vel í 45 mínútur án þess að heimamenn næðu að opna þá almennilega. Austurríkismönnunum tókst vissulega að koma boltanum í netið einu sinni en markið dæmt af vegna rangstöðu. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta sitt annað gula spjald eftir að hafa stoppað vænlega sókn LASK og því þurftu Víkingar að klára leikinn manni færri. Það kom hins vegar ekki að sök og lokatölur í Linz 1-1 fyrir Víking ef svo má segja. Karl Friðleifur fékk að líta á rauða spjaldið.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images Með stiginu tryggir Víkingur sig áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Það verður ljóst á morgun hver andstæðingur Víkings verður en það verða annaðhvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos. Atvik leiksins Lokaflautið verður að fá að vera atvik leiksins. Það er út af fyrir sig stórkostlegur árangur að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en það komst í næstu umferð er í raun ótrúlegt og sennilega ekki margir sem reiknuðu með þessu, mögulega bara Arnar og Sölvi. Stjörnur og skúrkar Gísli Gottskálk Þórðarson var frábær á miðjunni í kvöld og var í raun ekki langt frá því að tryggja sigur fyrir Víkinga þegar hann átti skot rétt framhjá eftir að hafa unnið boltann á góðum stað á vellinum. Oliver Ekroth var hrikalega flottur í hjarta varnarinnar sem og þeir Halldór Smári og Jón Guðni. Skúrkar fá nú bara heimamenn svona yfirhöfuð fyrir að hafa mætt með aðeins fimm menn á varamannabekkinn og þar af tvo markmenn. Þá verður að segjast að liðið spilar í rosalega ljótum búningum, svarthvít með gulum ermum. Þetta er smá eins og einhver hafi tekið KR treyju og notað ermar af Skagabúning. Dómarinn Finnski dómari leiksins, Mohammad Al-Emara dæmdi þennan leik af stakri prýði. Hann og hans menn geta vissulega gengið sáttir frá borði eftir að hafa neglt allar ákvarðanir leiksins réttar að mínu mati. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu sér greinilega að sjá um þetta sjálfir en heimamenn áttu fyrir leikinn í kvöld ekki möguleika á að komast áfram. Það dró til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Melayro Bogarde, leikmaður LASK, fékk boltann í höndina inn í sínum eigin vítateig eftir langt innkast Víkinga. Ari Sigurpálsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og Víkingar komnir yfir. Ari Sigurpálsson sendi markmanninn í rangt horn.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images En Adam var ekki lengi í paradís þar sem aðeins þremur mínútum seinna voru heimamenn búnir að jafna og það gerði Marin Ljubicic eftir stórkostlegan undirbúning frá Maximilian Entrup. Eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn Víkinga tókst Entrup að leika á Ingvar Jónsson og koma knettinum fyrir á Ljubicic rétt áður en hann missti hann út af. Ljubicic skoraði svo með góðu skoti milli fóta Davíðs Atlasonar. Marin Ljubicic jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn.Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Fyrirliðinn, Nikolaj Hansen, var ekki langt frá því að koma Víkingum yfir stuttu seinna þegar hann skallaði boltann í slá eftir frábæran undirbúning frá Valdimari Þór Ingimundarsyni. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Jón Guðni Fjóluson þurfti að yfirgefa völlinn á sjúkrabörum. Víkingar sem léku án Gunnars Vatnhamar í kvöld kölluðu þá til einn af sínum allra dyggust þjónum þegar Halldór Smári Sigurðsson kom inn í hans stað. Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images Staðan 1-1 í hálfleik og útlitið gott fyrir Víkinga. Seinni hálfleikur verður seint hafður í minnum sem skemmtilegur og opinn hálfleikur. Víkingar vörðust vel í 45 mínútur án þess að heimamenn næðu að opna þá almennilega. Austurríkismönnunum tókst vissulega að koma boltanum í netið einu sinni en markið dæmt af vegna rangstöðu. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta sitt annað gula spjald eftir að hafa stoppað vænlega sókn LASK og því þurftu Víkingar að klára leikinn manni færri. Það kom hins vegar ekki að sök og lokatölur í Linz 1-1 fyrir Víking ef svo má segja. Karl Friðleifur fékk að líta á rauða spjaldið.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images Með stiginu tryggir Víkingur sig áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Það verður ljóst á morgun hver andstæðingur Víkings verður en það verða annaðhvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos. Atvik leiksins Lokaflautið verður að fá að vera atvik leiksins. Það er út af fyrir sig stórkostlegur árangur að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en það komst í næstu umferð er í raun ótrúlegt og sennilega ekki margir sem reiknuðu með þessu, mögulega bara Arnar og Sölvi. Stjörnur og skúrkar Gísli Gottskálk Þórðarson var frábær á miðjunni í kvöld og var í raun ekki langt frá því að tryggja sigur fyrir Víkinga þegar hann átti skot rétt framhjá eftir að hafa unnið boltann á góðum stað á vellinum. Oliver Ekroth var hrikalega flottur í hjarta varnarinnar sem og þeir Halldór Smári og Jón Guðni. Skúrkar fá nú bara heimamenn svona yfirhöfuð fyrir að hafa mætt með aðeins fimm menn á varamannabekkinn og þar af tvo markmenn. Þá verður að segjast að liðið spilar í rosalega ljótum búningum, svarthvít með gulum ermum. Þetta er smá eins og einhver hafi tekið KR treyju og notað ermar af Skagabúning. Dómarinn Finnski dómari leiksins, Mohammad Al-Emara dæmdi þennan leik af stakri prýði. Hann og hans menn geta vissulega gengið sáttir frá borði eftir að hafa neglt allar ákvarðanir leiksins réttar að mínu mati.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti