„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2024 08:02 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar Lyftingar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar
Lyftingar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira