„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:02 Kristinn Pálsson var öflugur í Valsliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. „Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
„Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira