„Valsararnir voru bara betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:12 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. „Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
„Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum