Fótbolti

Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franz Beckenbauer náði frábærum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari á sínum langa og farsæla ferli.
Franz Beckenbauer náði frábærum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari á sínum langa og farsæla ferli. Getty/Bongarts

Þýska knattspyrnusambandið ætlar að heiðra einn allra besta knattspyrnumanninn í sögu Þýskalands með sérstökum hætti.

Meistarakeppni karla í Þýskalandi mun hér eftir bera nafn Franz Beckenbauer.

Ofurbikarinn eins og þeir kalla meistarakeppnina í Þýskalandi mun frá og með 2025-26 tímabilinu heita Franz Beckenbauer Supercup eða Ofurbikar Franz Beckenbauers.

Þar mætast Þýskalandsmeistararnir og þýsku bikarmeistararnir frá tímabilinu á undan.

Þýska sambandið ætlar að endurhanna allt í tengslum við leikinn út frá þessu og þar á meðal verður útbúið nýtt Beckenbauer merki fyrir keppnina. Með þessu er ætlun að heiðra framlag Keisarans til þýskrar knattspyrnu.

„Franz hefði líkað það að keppni á milli þýsku meistaranna og þýsku bikarmeistaranna yrði nefnd eftir honum ekki síst vegna þess að hann hefur unnið báðar keppni mörgum sinnum. Ég vil líka þakka sérstaklega þeim Bernd Neuendorf og Hans-Joachim Watzke fyrir góð samskipti og fyrir það hversu þeir meta Franz mikils,“ sagði Heidi Beckenbauer, ekkja Franz Beckenbauer.

Franz Beckenbauer lést í janúar á þessu ári en hann varð 78 gamall.

Hann varð fjórum sinnum þýskur meistari, fjórum sinnum þýskur bikarmeistari en vann aldrei Meistarakeppnina. Það var einungis vegna þess að fyrst var keppt í henni árið 1987 þegar Beckenbauer var löngu búin að setja skóna upp á hillu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×