Fjórar knattspyrnukonur handteknar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 11:33 Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið. Getty/Rodrigo Valle Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins. Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024 Brasilía Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024
Brasilía Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira