Brostnar væntingar á Frostrósum Jónas Sen skrifar 23. desember 2024 07:00 Tónleikar Frostrósa fóru fram í Eldborg í Hörpu síðastliðinn föstudag. Jónas Sen Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu. Ekki vantaði þó íburðinn. Þarna voru fjórir eða fimm kórar, þar af skólakór Smáraskóla og börn úr barnakór sama skóla, svo líklega teljast það tveir kórar. Einnig komu fram karlakórinn Þrestir, Kvennakór Kópavogs og Drengjakór Reykjavíkur, fyrir utan bakraddir. Og svo voru auðvitað einsöngvarar og hljómsveit. Óþarfa tilgerð Megineinkenni Frostrósartónleikanna eru fjögur: Hátíðleg stemning með ljósahönnun og sviðsmynd, margir þekktir tónlistarmenn, fjölbreytt lagaval og hljómheimur sem kallast á við íslenskan vetur. Útkoman á að vera töfrakennd en var það því miður ekki á föstudagskvöldið. Nokkrir ástsælir jólasöngvar rötuðu vissulega inn í dagskrána, en þeir voru yfirleitt settir upp með óþarfa tilgerð. Og það var sko engin smáræðis tilgerð. Nánast allt var á háa C-inu, ef þannig má að orði komast. Ó helga nótt var svo yfirkeyrð og væmin, með útbólgnum hljómsveitareffektum og ýktum söng, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Himnarnir opnast eftir John Barry, þar sem aðeins karlarnir sungu, var líka óttalegt sterabaul. En verst af öllu var Heyr, himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálmur sem einkennist af auðmýkt og andakt. Hann var svo ofboðslegur hér, eins og skrumskæling á lokahnykknum í óperu eftir Wagner, að hann fékk mig frekar til að kúgast en klappa. Sumt virkaði Tónleikarnir voru samt ekki alslæmir. Sumt virkaði, eins og Hugurinn fer hærra eftir Gloriu Estefan, sem var gætt viðeigandi tilfinningu. Hera Björk Þórhallsdóttir og Margrét Eir Hönnudóttir sungu það með kraftmiklum undirleik og komust svo sannarlega á flug. Himinganga eftir Howard Blake var einnig sérlega fallega flutt af Dísellu Lárusdóttur og barnakór. Tónlistin er fögur í sjálfri sér, og tilkomumikil rödd Dísellu ljáði henni vængi. Nefna má líka hið sígillda lag Gunnars Þórðarsonar, Vetrarsól, sem Margrét Eir flutti með fölskvalausum innileika. Fyrstu lögin hjákátleg Tónleikarnir voru nokkra stund að komast í gang. Fyrstu lögin voru fremur hjákátleg og söngurinn ekki alltaf markviss. Það var ekki fyrr en í sjöunda laginu, Óskinni um gleðileg jól eftir Robert Wells og Mel Tormé að maður fór að fá eitthvað fyrir peninginn. Hera Björk söng þar með Einari Erni Magnússyni, sem var annars í bakröddunum. Hann mun vera afabarn Ragga Bjarna og gaf afa sínum ekkert eftir; raddirnar voru furðulíkar. Lagið var mjög flott í meðförum þeirra. Sérstakir gestir á tónleikunum voru Stefán Hilmarsson, sem var frekar flatur, og tenórinn Egill Árni Pálsson, en hann var með allt sitt á hreinu. Í það heila voru þetta ekkert sérstakir tónleikar. Eitt og eitt atriði var í fínu lagi eins og fram er komið, en heildarsvipurinn var ósannfærandi. Skrifast það fyrst og fremst á tónlistarstjórn og útsetningar Karls Olgeirssonar, sem einkenndust af væmni og yfirborðsmennsku, svo mjög að það fór um mann aftur og aftur. Tónleikarnir voru því óneitanlega vonbrigði. Ég má þó til með að skjóta því inn hér að konan mín, sem fór með mér, var mér ekki sama sinnis – en við vorum einfaldlega sammála um að vera ósammála! Niðurstaða: Sumt kom vel út og var prýðilega flutt, en meiri parturinn missti marks. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Harpa Tengdar fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson. 18. desember 2024 07:00 Bríet olli vonbrigðum Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. 11. desember 2024 07:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ekki vantaði þó íburðinn. Þarna voru fjórir eða fimm kórar, þar af skólakór Smáraskóla og börn úr barnakór sama skóla, svo líklega teljast það tveir kórar. Einnig komu fram karlakórinn Þrestir, Kvennakór Kópavogs og Drengjakór Reykjavíkur, fyrir utan bakraddir. Og svo voru auðvitað einsöngvarar og hljómsveit. Óþarfa tilgerð Megineinkenni Frostrósartónleikanna eru fjögur: Hátíðleg stemning með ljósahönnun og sviðsmynd, margir þekktir tónlistarmenn, fjölbreytt lagaval og hljómheimur sem kallast á við íslenskan vetur. Útkoman á að vera töfrakennd en var það því miður ekki á föstudagskvöldið. Nokkrir ástsælir jólasöngvar rötuðu vissulega inn í dagskrána, en þeir voru yfirleitt settir upp með óþarfa tilgerð. Og það var sko engin smáræðis tilgerð. Nánast allt var á háa C-inu, ef þannig má að orði komast. Ó helga nótt var svo yfirkeyrð og væmin, með útbólgnum hljómsveitareffektum og ýktum söng, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Himnarnir opnast eftir John Barry, þar sem aðeins karlarnir sungu, var líka óttalegt sterabaul. En verst af öllu var Heyr, himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálmur sem einkennist af auðmýkt og andakt. Hann var svo ofboðslegur hér, eins og skrumskæling á lokahnykknum í óperu eftir Wagner, að hann fékk mig frekar til að kúgast en klappa. Sumt virkaði Tónleikarnir voru samt ekki alslæmir. Sumt virkaði, eins og Hugurinn fer hærra eftir Gloriu Estefan, sem var gætt viðeigandi tilfinningu. Hera Björk Þórhallsdóttir og Margrét Eir Hönnudóttir sungu það með kraftmiklum undirleik og komust svo sannarlega á flug. Himinganga eftir Howard Blake var einnig sérlega fallega flutt af Dísellu Lárusdóttur og barnakór. Tónlistin er fögur í sjálfri sér, og tilkomumikil rödd Dísellu ljáði henni vængi. Nefna má líka hið sígillda lag Gunnars Þórðarsonar, Vetrarsól, sem Margrét Eir flutti með fölskvalausum innileika. Fyrstu lögin hjákátleg Tónleikarnir voru nokkra stund að komast í gang. Fyrstu lögin voru fremur hjákátleg og söngurinn ekki alltaf markviss. Það var ekki fyrr en í sjöunda laginu, Óskinni um gleðileg jól eftir Robert Wells og Mel Tormé að maður fór að fá eitthvað fyrir peninginn. Hera Björk söng þar með Einari Erni Magnússyni, sem var annars í bakröddunum. Hann mun vera afabarn Ragga Bjarna og gaf afa sínum ekkert eftir; raddirnar voru furðulíkar. Lagið var mjög flott í meðförum þeirra. Sérstakir gestir á tónleikunum voru Stefán Hilmarsson, sem var frekar flatur, og tenórinn Egill Árni Pálsson, en hann var með allt sitt á hreinu. Í það heila voru þetta ekkert sérstakir tónleikar. Eitt og eitt atriði var í fínu lagi eins og fram er komið, en heildarsvipurinn var ósannfærandi. Skrifast það fyrst og fremst á tónlistarstjórn og útsetningar Karls Olgeirssonar, sem einkenndust af væmni og yfirborðsmennsku, svo mjög að það fór um mann aftur og aftur. Tónleikarnir voru því óneitanlega vonbrigði. Ég má þó til með að skjóta því inn hér að konan mín, sem fór með mér, var mér ekki sama sinnis – en við vorum einfaldlega sammála um að vera ósammála! Niðurstaða: Sumt kom vel út og var prýðilega flutt, en meiri parturinn missti marks.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Harpa Tengdar fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson. 18. desember 2024 07:00 Bríet olli vonbrigðum Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. 11. desember 2024 07:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson. 18. desember 2024 07:00
Bríet olli vonbrigðum Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. 11. desember 2024 07:02