„Ein allra besta jólagjöfin“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í utanríkisráðuneytinu. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24