Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:03 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar. Getty/Gabriele Maltinti Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31
Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54