Egill Þór er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 09:44 Egill Þór Jónsson er látinn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi í á fjórða ár. Egill Þór Jónsson, teymisstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er látinn. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í návist fjölskyldu og vina föstudagskvöldið 20. desember. Hann var 34 ára gamall og hafði undanfarin ár háð harða baráttu við krabbamein. Greint er frá andláti Egils Þórs í Morgunblaðinu í dag. Þar er námsferill Egils rifjaður upp en hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði síðar félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Egill Þór helgaði sig fólki með fatlanir og geðrænan vanda í starfi. Hann vann sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli að loknu BA-prófi í félagsfræði frá 2015 til 2018. Egill Þór var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022 og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hann var öflugur í félagsstörfum bæði í háskólanámi og í stjórnmálum. Þá stakk hann reglulega niður penna og birtist nokkur fjöldi pistla eftir hann í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Egill var opinskár varðandi baráttu sína við krabbameinið en hann greindist með eitilkrabbamein um mitt ár 2021. Árið 2023 benti allt til þess að sigur hefði unnist á meininu. Bakslag kom upp síðastliðið sumar og dvaldi Egill Þór löngum stundum á sjúkrahúsi með óútskýrð veikindi. Það var loks í lok ágúst sem Egill Þór fékk greiningu á nýju veikindunum. Það reyndist vera mergmisþroski sem mátti rekja til fyrri lyfjameðferða og var forstig hvítblæðis sem hann barðist við fram á síðasta dag. Eftirlifandi eiginkona Egils Þórs er Inga María Hlíðar Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eignuðust saman tvö börn, Aron Trausta fimm ára og Sigurdísi þriggja ára. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Greint er frá andláti Egils Þórs í Morgunblaðinu í dag. Þar er námsferill Egils rifjaður upp en hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði síðar félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Egill Þór helgaði sig fólki með fatlanir og geðrænan vanda í starfi. Hann vann sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli að loknu BA-prófi í félagsfræði frá 2015 til 2018. Egill Þór var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022 og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hann var öflugur í félagsstörfum bæði í háskólanámi og í stjórnmálum. Þá stakk hann reglulega niður penna og birtist nokkur fjöldi pistla eftir hann í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Egill var opinskár varðandi baráttu sína við krabbameinið en hann greindist með eitilkrabbamein um mitt ár 2021. Árið 2023 benti allt til þess að sigur hefði unnist á meininu. Bakslag kom upp síðastliðið sumar og dvaldi Egill Þór löngum stundum á sjúkrahúsi með óútskýrð veikindi. Það var loks í lok ágúst sem Egill Þór fékk greiningu á nýju veikindunum. Það reyndist vera mergmisþroski sem mátti rekja til fyrri lyfjameðferða og var forstig hvítblæðis sem hann barðist við fram á síðasta dag. Eftirlifandi eiginkona Egils Þórs er Inga María Hlíðar Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eignuðust saman tvö börn, Aron Trausta fimm ára og Sigurdísi þriggja ára.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira