„Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. desember 2024 22:59 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ Þetta segir í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) undir yfirskriftinni: „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ sem er undirrituð af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í dag sakaði Efling fimm veitingastaði og fyrirtæki um að standa að baki því sem stéttarfélagið kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. „Áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar“ Í tilkynningunni eru taldar upp ætlaðar rangfærslur Eflingar varðandi nýgerðan samning Virðingar og SVEIT. „SVEIT stofnaði ekki Virðingu stéttarfélag. SVEIT er löglegt atvinnurekendafélag sem ræður því við hverja það semur. Grunnlaun í dagvinnu eru hærri hjá Virðingu en Eflingu. Tímakaup á kvöldin eru hærri hjá Virðingu en Eflingu. Starfsmaður sem mætir til vinnu klukkan 9:00 byrjar á álagi á nákvæmlega sama tíma og Efling.“ Samtökin saka Eflingu um að hræða fólk frá samningi SVEIT og Virðingar í gegnum umfjöllun fjölmiðla. Þá telur SVEIT að Eflingu myndi aldrei takast að hnekkja samningnum fyrir dómi. „Þau vita væntanlega að það er ekki hægt og því fara þau þá leið sem þau þekkja og vita að virkar, áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar. Draga út nokkra veitingastaði og reyna að sverta þá með það að markmiði að keyra í þrot með óhróðri án þess að hafa nokkuð fyrir sér í ásökunum. Þrátt fyrir að samningurinn sé í endurskoðun til að koma til móts við athugasemdir.“ Saka Eflingu um að reyna halda í fjármuni Efling hafi ekki gert tilraun til að ræða málin með forsvarsmönnum SVEIT. Í tilkynningunni er bent á að í SVEIT séu 176 rekstraraðilar með yfir þrjú þúsund Eflingar starfsmenn í vinnu. „Hvað varð um það að atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin myndu vinna saman að bættum hag atvinnugreina til hagsbóta fyrir starfsfólk og eigendur? Við hjá SVEIT höfum alla tíð staðið fyrir því og er það þess vegna sem okkur er ljúft og skylt að fara yfir gagnrýni sem lýtur að samningnum, ekki því að við þurfum þess, heldur af því að við viljum það, við viljum gera vel við fólkið okkar og skapa því umhverfi þar sem lykilfólkið okkar getur blómstrað og vaxið í starfi.“ Þá sakar SVEIT Eflingu um áróður í því skyni að bjarga miklum fjármunum sem séu í húfi. „SVEIT er lítið félag með litla burði til að stunda áróður af því tagi sem Efling gerir en Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu. Þúsundir starfsmanna greinarinnar greiða í sjóði Eflingar um milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum í fjölmiðlum til að halda í þá fjármuni.“ Í lok tilkynningarinnar er biðlað til Eflingar að láta af aðgerðunum og leita frekar til dómstóla. Rifja upp eldri dæmi Í tilkynningunni rifjar SVEIT enn fremur upp þrjú dæmi þar sem afskipti stéttarfélaga gagnvart veitingastöðum hafi komið við sögu: „Eldum rétt – Efling sakaði félagið um þátttöku í mansali með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtækið og dró fyrir dóm. Gekk Efling svo langt að ráðast á þekkta einstaklinga sem komu fram í auglýsingum fyrirtækisins. Efling tapaði málinu“ „Flame – Matvís fór með fullyrðingar í fjölmiðla um skuldir sem ollu orðsporðsskaða sem urðu til þess að félagið varð gjaldþrota – Flame fór í mál og vann það.“ „Efling stóð fyrir viðamiklum mótmælum fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu vegna ágreinings um kröfur. Starfsmenn Ítalíu sem starfa hjá Eflingu biðluðu til þeirra að hætta svo þeir myndu ekki missa vinnuna. Efling hafnaði því og staðurinn fór í þrot. Ef að stofnendur Ítalíu hafa fjárhagslega burði munu þeir eflaust leita réttar síns.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) undir yfirskriftinni: „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ sem er undirrituð af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í dag sakaði Efling fimm veitingastaði og fyrirtæki um að standa að baki því sem stéttarfélagið kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. „Áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar“ Í tilkynningunni eru taldar upp ætlaðar rangfærslur Eflingar varðandi nýgerðan samning Virðingar og SVEIT. „SVEIT stofnaði ekki Virðingu stéttarfélag. SVEIT er löglegt atvinnurekendafélag sem ræður því við hverja það semur. Grunnlaun í dagvinnu eru hærri hjá Virðingu en Eflingu. Tímakaup á kvöldin eru hærri hjá Virðingu en Eflingu. Starfsmaður sem mætir til vinnu klukkan 9:00 byrjar á álagi á nákvæmlega sama tíma og Efling.“ Samtökin saka Eflingu um að hræða fólk frá samningi SVEIT og Virðingar í gegnum umfjöllun fjölmiðla. Þá telur SVEIT að Eflingu myndi aldrei takast að hnekkja samningnum fyrir dómi. „Þau vita væntanlega að það er ekki hægt og því fara þau þá leið sem þau þekkja og vita að virkar, áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar. Draga út nokkra veitingastaði og reyna að sverta þá með það að markmiði að keyra í þrot með óhróðri án þess að hafa nokkuð fyrir sér í ásökunum. Þrátt fyrir að samningurinn sé í endurskoðun til að koma til móts við athugasemdir.“ Saka Eflingu um að reyna halda í fjármuni Efling hafi ekki gert tilraun til að ræða málin með forsvarsmönnum SVEIT. Í tilkynningunni er bent á að í SVEIT séu 176 rekstraraðilar með yfir þrjú þúsund Eflingar starfsmenn í vinnu. „Hvað varð um það að atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin myndu vinna saman að bættum hag atvinnugreina til hagsbóta fyrir starfsfólk og eigendur? Við hjá SVEIT höfum alla tíð staðið fyrir því og er það þess vegna sem okkur er ljúft og skylt að fara yfir gagnrýni sem lýtur að samningnum, ekki því að við þurfum þess, heldur af því að við viljum það, við viljum gera vel við fólkið okkar og skapa því umhverfi þar sem lykilfólkið okkar getur blómstrað og vaxið í starfi.“ Þá sakar SVEIT Eflingu um áróður í því skyni að bjarga miklum fjármunum sem séu í húfi. „SVEIT er lítið félag með litla burði til að stunda áróður af því tagi sem Efling gerir en Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu. Þúsundir starfsmanna greinarinnar greiða í sjóði Eflingar um milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum í fjölmiðlum til að halda í þá fjármuni.“ Í lok tilkynningarinnar er biðlað til Eflingar að láta af aðgerðunum og leita frekar til dómstóla. Rifja upp eldri dæmi Í tilkynningunni rifjar SVEIT enn fremur upp þrjú dæmi þar sem afskipti stéttarfélaga gagnvart veitingastöðum hafi komið við sögu: „Eldum rétt – Efling sakaði félagið um þátttöku í mansali með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtækið og dró fyrir dóm. Gekk Efling svo langt að ráðast á þekkta einstaklinga sem komu fram í auglýsingum fyrirtækisins. Efling tapaði málinu“ „Flame – Matvís fór með fullyrðingar í fjölmiðla um skuldir sem ollu orðsporðsskaða sem urðu til þess að félagið varð gjaldþrota – Flame fór í mál og vann það.“ „Efling stóð fyrir viðamiklum mótmælum fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu vegna ágreinings um kröfur. Starfsmenn Ítalíu sem starfa hjá Eflingu biðluðu til þeirra að hætta svo þeir myndu ekki missa vinnuna. Efling hafnaði því og staðurinn fór í þrot. Ef að stofnendur Ítalíu hafa fjárhagslega burði munu þeir eflaust leita réttar síns.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira