Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2024 11:55 Bjarni í pontu á landsfundinum 2022. Vísir/vilhelm Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Landsfundur Sjálfstæðisflokkurinn er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Auk þess setur landsfundur reglur um skipulags flokksins, eins og segir á heimasíðu flokksins. Hann er að jafnaði haldinn annað hvert ár en aðeins tveir slíkir hafa verið haldnir frá árinu 2015 en ættu að hafa verið fjórir á því tímabili. Alþingiskosningar og kórónuveirufaraldur hafa meðal annars verið nefndar sem ástæður til að fresta fundinum. Fremsti bekkur á landsfundi flokksins árið 2022. Guðlaugur Þór, Áslaug Arna, Jón Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson meðal þeirra sem sjást á myndinni ásamt börnum og eiginkonu Bjarna Benediktssonar.Vísir/vilhelm Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Fór svo að Bjarni hafði sigur með 59 prósentum greiddra atkvæða en Guðlaugur Þór fékk 40 prósent. Við sama tilefni var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir endurkjörin varaformaður flokksins en hún var ein í framboði. Formenn nefnda funduðu Eftir að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn og Vinstri græn í október varð fljótlega ljóst að boða þyrfti til Alþingiskosninga. Var ákveðið að ganga til kosninga þann 30. nóvember og varð ekkert af landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2024. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að 45. landsfundur flokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar til 2. mars. Samkvæmt heimildum fréttastofu veltir fólk, meðal annars Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins, því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Formaður, varaformaður og ritari að lokinni kosningu á landsfundinum 2022.Vísir/vilhelm Formenn málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í desember þar sem meðal annars var rætt hvort fresta ætti landsfundi. Þetta staðfestir Jens Garðar Helgason, formaður atvinnuveganefndar, í samtali við Vísi. Hann útskýrir hvers vegna mánaðamótin febrúar mars hafi verið ákveðin fyrir komandi landsfund. Landsfundur líklega haustið 2025 „Þessi dagsetning er ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar,“ segir Jens Garðar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Jens Garðar Helgason í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda Alþingiskosninganna. Hér með Grími Grímssyni lögregluþjóni og nýjum þingmanni Viðreisnar.Vísir/Ívar Fannar „Þetta eru risasamkomur. Tólf til fimmtán hundruð manns mæta á landsfundi. Það getur verið allra veðra von á þessum tíma,“ segir Jens Garðar. Það séu því praktískar ástæður fyrir fyrirhugaðri frestun. Hann er ekki fullviss um að formleg tillaga um frestun hafi þegar verið send miðstjórn en heldur það þó. Ekkert hafi verið ákveðið með dagsetningu en hann á þó von á að landsfundur yrði á þessu ári. „Líklega bara í haust,“ segir Jens Garðar. Reikna megi með að umræða í miðstjórn um tillöguna fari fram á nýju ári og þá yrði ný dagsetning fyrir valinu. Verði landsfundur í haust verða liðin tæp þrjú ár frá síðasta landsfundi sem halda á með tveggja ára millibili. Ekki bara möguleiki á vondu veðri Samkvæmt heimildum fréttastofu innan veggja Sjálfstæðisflokksins eru það ekki aðeins veðuraðstæður sem eru kveikjan að umræðu um frestun landsfundar. Landsfundur árið 2011 fór fram seinni partinn í nóvember, árið 2013 fór hann fram einmitt seinni partinn í febrúar, árið 2018 um miðjan mars og svo byrjun nóvember árið 2022. Allt mánuðir þar sem allra veðra getur verið von og ekki í fljótu bragði að sjá að veður hafi haft hamlandi áhrif á þátttöku á landsfundum. Frá síðasta landsfundi.Vísir/Vilhelm Togstreitan um tímasetninguna snýst samkvæmt heimildum fréttastofu frekar um að skýrari mynd verði komin á framtíð flokksins þegar gengið sé til kosninga um formann flokksins. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009 og hefur því verið formaður í sextán ár á næsta landsfundi. Hann var þingmaður í stjórnarandstöðu fyrstu fjögur árin en svo setið í ríkisstjórn óslitið frá árinu 2013 þar til nú. Greidd eru atkvæði um alls kyns mál og málefni á landsfundi.Vísir/vilhelm Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Bjarna sem leiðtoga flokksins. Hann hefur ítrekað verið spurður út í plön sín undanfarnar vikur í aðdraganda landsfundar en ekki svarað því hvort hann ætli að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku eða ekki. Ljóst er að ekki vantar fólk sem hefur áhuga á að feta í fótspor Bjarna og leiða flokkinn inn í framtíðina. Bjarni var spurður út í þetta í Kryddsíldinni í fyrra og stóð þá ekki á svörum. Flokkur í fylkingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa allar greint frá því á síðustu vikum að skorað hafi verið á þær að bjóða fram krafta sína til formanns flokksins láti Bjarni staðar numið. Þá veitti Guðlaugur Þór Þórðarson Bjarna harða keppni á síðasta landsfundi árið 2022 og fullvíst að hann veltir af alvöru fyrir sér framboði á næsta landsfundi. Áslaug Arna gaf úr ritið „Árangur fyrir Ísland“ og dreifði á landsfundinum 2022. Talið var líklegt að hún biði sig fram til varaformanns en svo fór að Þórdís Kolbrún var ein í framboði.Vísir/Vilhelm Ágæt mynd hefur teiknast upp af skiptingu í lið innan Sjálfstæðisflokksins sem mátti sjá glögglega í baráttu Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Þar var mikill hiti, ásakanir í báðar áttir og svo dramatísk sigurræða Guðlaugs Þórs að loknu prófkjöri. „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Þá var mikil barátta í aðdraganda síðustu formannskosninga þegar Guðlaugur Þór tók slaginn gegn sitjandi formanni. Þá hefur verið hart barist um sæti sem aðalmenn í miðstjórn þar sem harðir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs tryggðu sér sæti á kostnað lykilfólks úr stuðningshópi Bjarna. Þurfi að greiða úr flækjum Það er talið henta Guðlaugi Þór vel ef svo færi að bæði Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún biðu fram til formanns. Þórdís Kolbrún hefur endurtekið lýst því yfir að vera tilbúin að taka við formennsku hjá flokknum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Áslaug Arna sömuleiðis tilkynnt sínu nánasta fólki að hún stefni á formennsku hjá flokknum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur endurtekið lýst því yfir á árinu að hún sé tilbúin að taka við forystu flokksins.Vísir/Vilhelm Því eru góð ráð dýr hjá Bjarna, formanni flokksins, sem er ekki spenntur fyrir því að Guðlaugur Þór taki við formennsku flokksins. Því gæti verið mikilvægt að fá lengri tíma til að komast að sátt um það hvor þeirra, Áslaug Arna eða Þórdís Kolbrún, bjóði sig fram enda sækja þær að einhverju leyti stuðnings sinn til sama fólks. Að sama skapi gæti framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur komið Guðlaugi Þór illa af sömu ástæðu þar sem fólk gæti átt erfitt með að gera upp á milli þeirra. Og á meðan allt er í óvissu, varðandi framtíð Bjarna og hverjir bjóða sig fram, væri betra að fá rúman tíma til að leysa nokkra hnúta. Aldrei lægra fylgi í Alþingiskosningum Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum var 19,4 prósent. Þetta voru fyrstu kosningarnar frá 2009 sem flokkurinn fékk ekki mesta fylgi á Alþingi og sömuleiðis í fyrsta sinn sem flokkurinn mælist með fylgi undir 20 prósentum. Fylgi flokksins í kosningunum 2009, nokkrum mánuðum eftir hrunið og þeim fyrstu undir formennsku Bjarna, var 23,7 prósent. Flokkurinn fékk 26,7 prósent í kosningunum 2013, 29 prósent árið 2016, 25,2 prósent árið 2017 og svo 24,4 prósent í kosningunum 2021. Fylgi flokksins mældist allt niður í fjórtán prósent í skoðanakönnunum í aðdraganda þess að Bjarni sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í október. Því má segja að flokkurinn hafi unnið varnarsigur með að rífa fylgi sitt upp um rúm fimm prósent á nokkrum vikum. Sjálfstæðisfólk veltir fyrir sér mögulegum leiðtogum, öðrum en þeim sem staðið hafa vaktina fyrir Sjálfstæðisflokkinn í landsmálum undanfarin ár og áratug. Þar hafa meðal annars verið nefnd til sögunnar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima og Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en hann hefur verið ötull talsmaður fiskeldis í störfum sínum undanfarin ár. Jens Garðar hló að pælingum um framboð í samtali við blaðamann. „Ég er bara að bíða eftir að komast á þing, geta byrjað í nýju starfi,“ sagði Jens Garðar sem er Eskfirðingur og hefur starfað sem aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur. „Bjarni Benediktsson er formaður flokksins og engu meira við það að bæta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokkurinn er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Auk þess setur landsfundur reglur um skipulags flokksins, eins og segir á heimasíðu flokksins. Hann er að jafnaði haldinn annað hvert ár en aðeins tveir slíkir hafa verið haldnir frá árinu 2015 en ættu að hafa verið fjórir á því tímabili. Alþingiskosningar og kórónuveirufaraldur hafa meðal annars verið nefndar sem ástæður til að fresta fundinum. Fremsti bekkur á landsfundi flokksins árið 2022. Guðlaugur Þór, Áslaug Arna, Jón Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson meðal þeirra sem sjást á myndinni ásamt börnum og eiginkonu Bjarna Benediktssonar.Vísir/vilhelm Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Fór svo að Bjarni hafði sigur með 59 prósentum greiddra atkvæða en Guðlaugur Þór fékk 40 prósent. Við sama tilefni var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir endurkjörin varaformaður flokksins en hún var ein í framboði. Formenn nefnda funduðu Eftir að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn og Vinstri græn í október varð fljótlega ljóst að boða þyrfti til Alþingiskosninga. Var ákveðið að ganga til kosninga þann 30. nóvember og varð ekkert af landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2024. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að 45. landsfundur flokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar til 2. mars. Samkvæmt heimildum fréttastofu veltir fólk, meðal annars Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins, því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Formaður, varaformaður og ritari að lokinni kosningu á landsfundinum 2022.Vísir/vilhelm Formenn málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í desember þar sem meðal annars var rætt hvort fresta ætti landsfundi. Þetta staðfestir Jens Garðar Helgason, formaður atvinnuveganefndar, í samtali við Vísi. Hann útskýrir hvers vegna mánaðamótin febrúar mars hafi verið ákveðin fyrir komandi landsfund. Landsfundur líklega haustið 2025 „Þessi dagsetning er ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar,“ segir Jens Garðar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Jens Garðar Helgason í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda Alþingiskosninganna. Hér með Grími Grímssyni lögregluþjóni og nýjum þingmanni Viðreisnar.Vísir/Ívar Fannar „Þetta eru risasamkomur. Tólf til fimmtán hundruð manns mæta á landsfundi. Það getur verið allra veðra von á þessum tíma,“ segir Jens Garðar. Það séu því praktískar ástæður fyrir fyrirhugaðri frestun. Hann er ekki fullviss um að formleg tillaga um frestun hafi þegar verið send miðstjórn en heldur það þó. Ekkert hafi verið ákveðið með dagsetningu en hann á þó von á að landsfundur yrði á þessu ári. „Líklega bara í haust,“ segir Jens Garðar. Reikna megi með að umræða í miðstjórn um tillöguna fari fram á nýju ári og þá yrði ný dagsetning fyrir valinu. Verði landsfundur í haust verða liðin tæp þrjú ár frá síðasta landsfundi sem halda á með tveggja ára millibili. Ekki bara möguleiki á vondu veðri Samkvæmt heimildum fréttastofu innan veggja Sjálfstæðisflokksins eru það ekki aðeins veðuraðstæður sem eru kveikjan að umræðu um frestun landsfundar. Landsfundur árið 2011 fór fram seinni partinn í nóvember, árið 2013 fór hann fram einmitt seinni partinn í febrúar, árið 2018 um miðjan mars og svo byrjun nóvember árið 2022. Allt mánuðir þar sem allra veðra getur verið von og ekki í fljótu bragði að sjá að veður hafi haft hamlandi áhrif á þátttöku á landsfundum. Frá síðasta landsfundi.Vísir/Vilhelm Togstreitan um tímasetninguna snýst samkvæmt heimildum fréttastofu frekar um að skýrari mynd verði komin á framtíð flokksins þegar gengið sé til kosninga um formann flokksins. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009 og hefur því verið formaður í sextán ár á næsta landsfundi. Hann var þingmaður í stjórnarandstöðu fyrstu fjögur árin en svo setið í ríkisstjórn óslitið frá árinu 2013 þar til nú. Greidd eru atkvæði um alls kyns mál og málefni á landsfundi.Vísir/vilhelm Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Bjarna sem leiðtoga flokksins. Hann hefur ítrekað verið spurður út í plön sín undanfarnar vikur í aðdraganda landsfundar en ekki svarað því hvort hann ætli að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku eða ekki. Ljóst er að ekki vantar fólk sem hefur áhuga á að feta í fótspor Bjarna og leiða flokkinn inn í framtíðina. Bjarni var spurður út í þetta í Kryddsíldinni í fyrra og stóð þá ekki á svörum. Flokkur í fylkingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa allar greint frá því á síðustu vikum að skorað hafi verið á þær að bjóða fram krafta sína til formanns flokksins láti Bjarni staðar numið. Þá veitti Guðlaugur Þór Þórðarson Bjarna harða keppni á síðasta landsfundi árið 2022 og fullvíst að hann veltir af alvöru fyrir sér framboði á næsta landsfundi. Áslaug Arna gaf úr ritið „Árangur fyrir Ísland“ og dreifði á landsfundinum 2022. Talið var líklegt að hún biði sig fram til varaformanns en svo fór að Þórdís Kolbrún var ein í framboði.Vísir/Vilhelm Ágæt mynd hefur teiknast upp af skiptingu í lið innan Sjálfstæðisflokksins sem mátti sjá glögglega í baráttu Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Þar var mikill hiti, ásakanir í báðar áttir og svo dramatísk sigurræða Guðlaugs Þórs að loknu prófkjöri. „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Þá var mikil barátta í aðdraganda síðustu formannskosninga þegar Guðlaugur Þór tók slaginn gegn sitjandi formanni. Þá hefur verið hart barist um sæti sem aðalmenn í miðstjórn þar sem harðir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs tryggðu sér sæti á kostnað lykilfólks úr stuðningshópi Bjarna. Þurfi að greiða úr flækjum Það er talið henta Guðlaugi Þór vel ef svo færi að bæði Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún biðu fram til formanns. Þórdís Kolbrún hefur endurtekið lýst því yfir að vera tilbúin að taka við formennsku hjá flokknum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Áslaug Arna sömuleiðis tilkynnt sínu nánasta fólki að hún stefni á formennsku hjá flokknum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur endurtekið lýst því yfir á árinu að hún sé tilbúin að taka við forystu flokksins.Vísir/Vilhelm Því eru góð ráð dýr hjá Bjarna, formanni flokksins, sem er ekki spenntur fyrir því að Guðlaugur Þór taki við formennsku flokksins. Því gæti verið mikilvægt að fá lengri tíma til að komast að sátt um það hvor þeirra, Áslaug Arna eða Þórdís Kolbrún, bjóði sig fram enda sækja þær að einhverju leyti stuðnings sinn til sama fólks. Að sama skapi gæti framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur komið Guðlaugi Þór illa af sömu ástæðu þar sem fólk gæti átt erfitt með að gera upp á milli þeirra. Og á meðan allt er í óvissu, varðandi framtíð Bjarna og hverjir bjóða sig fram, væri betra að fá rúman tíma til að leysa nokkra hnúta. Aldrei lægra fylgi í Alþingiskosningum Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum var 19,4 prósent. Þetta voru fyrstu kosningarnar frá 2009 sem flokkurinn fékk ekki mesta fylgi á Alþingi og sömuleiðis í fyrsta sinn sem flokkurinn mælist með fylgi undir 20 prósentum. Fylgi flokksins í kosningunum 2009, nokkrum mánuðum eftir hrunið og þeim fyrstu undir formennsku Bjarna, var 23,7 prósent. Flokkurinn fékk 26,7 prósent í kosningunum 2013, 29 prósent árið 2016, 25,2 prósent árið 2017 og svo 24,4 prósent í kosningunum 2021. Fylgi flokksins mældist allt niður í fjórtán prósent í skoðanakönnunum í aðdraganda þess að Bjarni sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í október. Því má segja að flokkurinn hafi unnið varnarsigur með að rífa fylgi sitt upp um rúm fimm prósent á nokkrum vikum. Sjálfstæðisfólk veltir fyrir sér mögulegum leiðtogum, öðrum en þeim sem staðið hafa vaktina fyrir Sjálfstæðisflokkinn í landsmálum undanfarin ár og áratug. Þar hafa meðal annars verið nefnd til sögunnar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima og Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en hann hefur verið ötull talsmaður fiskeldis í störfum sínum undanfarin ár. Jens Garðar hló að pælingum um framboð í samtali við blaðamann. „Ég er bara að bíða eftir að komast á þing, geta byrjað í nýju starfi,“ sagði Jens Garðar sem er Eskfirðingur og hefur starfað sem aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur. „Bjarni Benediktsson er formaður flokksins og engu meira við það að bæta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira