Alþjóðakörfkuknattleikssambandið FIBA birti lista yfir bestu tilþrif undankeppni EM 2025 á árinu 2024.
Þar má sjá troðslu Tryggva, eftir sendingu Elvars, í leik Íslands gegn Ungverjalandi í febrúar á þessu ári. Leiknum lauk með frábærum sigri íslenska liðsins, sem nú er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á sínu þriðja Evrópumóti.
Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en með því að smella HÉR er hægt að kjósa tilþrif Tryggva og Elvars sem þau bestu á árinu.