„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 14:38 Daníel Hjörvar furðar sig á hugmyndum „veðurfarsnefndar“ Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi frá febrúar fram á haust. Lygasaga um talandi fiska hefði verið meira sannfærandi. Vísir/Vilhelm/SHÍ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifaði háðslegu greinina „Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi“ á Vísi í morgun. Þar tekur hann fyrir umræðu formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins um að fresta landsfundi flokksins fram á haust vegna veðurs. Hugmyndin hefur valdið töluverðu kurri innan raða flokksins. Daníel segir að þó formennirnir virðist búa yfir leynigögnum sjái þau sér ekki fært „að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust“.“ Látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði“ Daníel bendir á að frá árinu 2015 hafi aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hafi því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Landsfundaskuld flokksins sé orðin svo mikil að Daníel leggur til að landsfundur verði haldinn bæði í febrúar og í haust og flokkurinn reyni jafnvel að kreista inn einum fundi í sumar til að koma flokknum á réttan kjöl. Veðurfarsnefndin hljóti að verða sátt með landsfund að sumri til. Daníel segir ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það hafi verið óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman: kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Kaldhæðnin skín í gegn. „Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis…“ Lygasagan ekki nógu góð „Afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“,“ skrifar Daníel. Það sé „kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“. „Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda gangnanna sé paradísin sem er hið íslenska haust?“ spyr hann. Hann veltir því fyrir sér hvort fólki hafi legið svo mikið á að reyna að fá fundinum frestað að það gat ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september. „Eða 35. október?“ spyr Daníel. „Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt,“ skrifar hann að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Veður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifaði háðslegu greinina „Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi“ á Vísi í morgun. Þar tekur hann fyrir umræðu formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins um að fresta landsfundi flokksins fram á haust vegna veðurs. Hugmyndin hefur valdið töluverðu kurri innan raða flokksins. Daníel segir að þó formennirnir virðist búa yfir leynigögnum sjái þau sér ekki fært „að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust“.“ Látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði“ Daníel bendir á að frá árinu 2015 hafi aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hafi því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Landsfundaskuld flokksins sé orðin svo mikil að Daníel leggur til að landsfundur verði haldinn bæði í febrúar og í haust og flokkurinn reyni jafnvel að kreista inn einum fundi í sumar til að koma flokknum á réttan kjöl. Veðurfarsnefndin hljóti að verða sátt með landsfund að sumri til. Daníel segir ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það hafi verið óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman: kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Kaldhæðnin skín í gegn. „Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis…“ Lygasagan ekki nógu góð „Afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“,“ skrifar Daníel. Það sé „kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“. „Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda gangnanna sé paradísin sem er hið íslenska haust?“ spyr hann. Hann veltir því fyrir sér hvort fólki hafi legið svo mikið á að reyna að fá fundinum frestað að það gat ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september. „Eða 35. október?“ spyr Daníel. „Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt,“ skrifar hann að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Veður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55