Sara gerði tvö mörk í leiknum í dag. Hún jafnaði metin í 2-2 á 80. mínútu og svo aftur í 3-3 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Sara hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Al-Qadisiya og alls fimm mörk í níu deildarleikjum síðan hún kom til félagsins.
Al-Qadisiya er í 4. sæti deildarinnar með fimmtán stig. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Al-Nassr sem hefur unnið alla níu leiki sína.
Sara gekk í raðir Al-Qadisiya frá Juventus í sumar.