Innlent

Sögu­legt ár á fast­eigna­markaði að baki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við fasteignasala sem fer yfir árið sem er að líða auk þess sem hann spáir í spilin um næsta ár.

Árið í ár var sögulegt að hans mati enda áhrif jarðhræringana í Grindavík gríðarleg á markaðinn. 

Þá segjum við frá kyrrðarstund sem haldin var í gær í Árbæ til þess að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í hverfinu harmi slegið.

Einnig fjöllum við um komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins en deildar meiningar eru um hvort honum skuli fresta eins og lagt hefur verið til. 

Í sportinu verður sjónum beint að HM í pílukasti sem nú stendur yfir en ríkjandi meistari í greininni er úr leik eftir tap í gærkvöldi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 30. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×