Westbrook endaði leikinn með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Hann hitti sjö af sjö skotum utan af velli og tveimur af tveimur skotum af vítalínunni.
RUSSELL WESTBROOK'S PERFECT NIGHT:
— NBA (@NBA) December 31, 2024
🔥 16p, 10r, 10a, 4s, 0 turnovers
🔥 7-7 shooting, 2-2 from the line
He joins Domantas Sabonis as the only players in NBA history to record a triple-double with no turnovers while shooting 100 FG% and 100 FT%. pic.twitter.com/8Tsz6z2X4w
Þetta var 201. þrefalda tvennan á ferli Westbrook, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Honum hafði einu sinni tekist áður að ná þrefaldri tvennu á hundrað prósent skotnýtingu, en aldrei gert það án þess að tapa boltanum.
Hann slæst þar með í hóp með liðsfélaga sínum Nikola Jokic, sem gerði slíkt hið sama þann 20. október 2018 í leik gegn Phoenix Suns, og Domantas Sabonis sem lék afrekið eftir 6. nóvember síðastliðinn í leik með Sacramento Kings gegn Toronto Raptors. Samkvæmt ESPN.
„Hann var fenginn hingað af einni ástæðu og það er til að hjálpa okkur að vinna titilinn. Hann hatar að tapa, og við elskum það við hann. Ég myndi fara í stríð með Russell Westbrook hvenær sem er,“ sagði þjálfarinn Michael Malone eftir leik.
Nuggets sitja nú í sjötta sæti deildarinnar átján sigra og þrettán töp. Jazz er í fjórtánda sæti með aðeins sjö sigra.