Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 12:02 Klukkan tifar og á morgun mun leikheimild Olmo renna út. Hann mun þá geta sagt upp samningi sínum og rætt við önnur lið. Irina R. Hipolito/Getty Images Dani Olmo mun að öllu óbreyttu missa leikheimild sína með Barcelona á morgun. Liðið áfrýjaði ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins en var hafnað af dómstólum á Spáni. Kjósi Olmo að ræða við önnur félög er honum frjálst að segja upp samningi sínum og gera það á morgun. Hinn 26 ára gamli Olmo gekk til liðs við Barcelona frá RB Leipzig í ágúst á þessu ári. Félagið þurfti hins vegar að nýta sér glufu í kerfinu til að ná að skrá Olmo inn hjá spænsku deildinni. Félagið gat aðeins skráð Olmo fyrri hluta tímabils. Barcelona sótti svo um bráðabirgðaleyfi til að fá að skrá leikmanninn út júní á næsta ári, en spænska deildin hafnaði þeirri beiðni. Barcelona ákvað því að leita réttar síns hjá yfirvöldum á Spáni, en þeirri áfrýjun var hafnað í gær. Félagið er nú í kapphlaupi við tímann því skráning Olmo rennur út á morgun, 1. janúar. Til þess að réttlæta útgjöldin, það er að segja launakostnað Olmo, og fá leikleyfið frá spænsku deildinni þarf Barcelona að geta sýnt fram á auknar tekjur. Félagið er talið ætla að sækja þær með því að selja VIP stúkur á Nývangi, fyrir hátt í hundrað milljónir evra, en það mun einnig krefjast samþykkis spænsku deildarinnar og taka töluverðan tíma. Olmo hefur verið mikilvægur fyrir Barcelona og skorað sex mörk í fimmtán leikjum hingað til. Önnur stórlið í Evrópu eru sögð áhugasöm um leikmanninn í janúar ef hann fær ekki leikleyfi. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Olmo gekk til liðs við Barcelona frá RB Leipzig í ágúst á þessu ári. Félagið þurfti hins vegar að nýta sér glufu í kerfinu til að ná að skrá Olmo inn hjá spænsku deildinni. Félagið gat aðeins skráð Olmo fyrri hluta tímabils. Barcelona sótti svo um bráðabirgðaleyfi til að fá að skrá leikmanninn út júní á næsta ári, en spænska deildin hafnaði þeirri beiðni. Barcelona ákvað því að leita réttar síns hjá yfirvöldum á Spáni, en þeirri áfrýjun var hafnað í gær. Félagið er nú í kapphlaupi við tímann því skráning Olmo rennur út á morgun, 1. janúar. Til þess að réttlæta útgjöldin, það er að segja launakostnað Olmo, og fá leikleyfið frá spænsku deildinni þarf Barcelona að geta sýnt fram á auknar tekjur. Félagið er talið ætla að sækja þær með því að selja VIP stúkur á Nývangi, fyrir hátt í hundrað milljónir evra, en það mun einnig krefjast samþykkis spænsku deildarinnar og taka töluverðan tíma. Olmo hefur verið mikilvægur fyrir Barcelona og skorað sex mörk í fimmtán leikjum hingað til. Önnur stórlið í Evrópu eru sögð áhugasöm um leikmanninn í janúar ef hann fær ekki leikleyfi.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira