„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 13:36 Halla Tómasdóttir flutti sitt fyrsta nýársávarp í dag, en hún var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins á síðasta ári. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00