„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 13:36 Halla Tómasdóttir flutti sitt fyrsta nýársávarp í dag, en hún var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins á síðasta ári. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent