Lífið

„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dag­skránni á RÚV“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði að loknum flutningi lagsins hvort það væri um hann? Það væri ýmislegt sem passaði en reyndar væri hann ekki frændi Einar Lövdahl svo það gengi ekki upp.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði að loknum flutningi lagsins hvort það væri um hann? Það væri ýmislegt sem passaði en reyndar væri hann ekki frændi Einar Lövdahl svo það gengi ekki upp. vísir/Hulda Margrét

Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa.

Víða er komið við í texta lagsins um hinar ýmsu ástæður fyrir því að maðurinn móðgast. Maðurinn slær sér á lær þegar hann heyrir orðin trans og hán, móðgast yfir íslensku með hreim og frussar yfir tölvuskjáinn: Sendið hyskið heim! 

Já, Einar kemur víða við í laginu sem hann flutti með húsbandinu í sjónvarpssal fyrir formenn stjórnmálaflokkanna og gesti.

Mögulega er þessi móðgunargirni til marks um vaxtaverki íslensks samfélags eins og spurt er í laginu. Lagasmiðurinn Einar lýkur lagi sínu á að upplýsa um að hann sé frændi þessa manns og leggi aldrei í að ræða málin við hann, samtölin séu svo óþægileg.

Að neðan má sjá Kryddsíldina í heild en umræða í framhaldinu, þar sem Sigmundur Davíð grínast með að lagið hafi verið samið um sig, hefst eftir eina klukkustund og 43 mínútur. 


Tengdar fréttir

„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“

„Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.