Innlent

Ísstífla og flóð í Hvít­á

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af ísstíflunni frá því í gær.
Mynd af ísstíflunni frá því í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Ísstífla hefur myndast í Hvíta við Brúnastaði og hefur vatnshæð hækkað mjög á svæðinu í dag. Seinni part dags byrjaði vatn að flæða yfir bakka Hvítár.

Í yfirlýsingu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að minna frost í dag hafi getað orsakað þessa snöggu breytingu á flæði í ánni. Frysta muni aftur í nótt og enn frekar um helgina og því sé erfitt að spá fyrir um þróun mála í ánni.

Þá eru lögreglumenn sagðir á leiðinni á staðinn til að kanna aðstæður og er fólk beðið um að hafa aðgát við árfarveginn og fylgjast með fréttum af stöðunni.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti meðfylgjandi myndir af ísstíflunni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×