Neytendur

Strætómiðinn dýrari

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miði í strætó mun hækka um heilar tuttugu krónur.
Miði í strætó mun hækka um heilar tuttugu krónur. Vísir/Vilhelm

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Þessi hækkun nemur 3,1 prósenti. Þá hækkar verða á tímabilskortum um 3,7 prósent. Þrjátíu daga nemakort, sem og kort fyrir ungmenni og aldraða mun fara úr 5400 krónum upp í 5600 krónur. Þá mun verða á Klapp-plaskortum haldast óbreytt í þúsund krónum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir á ákvörðunin hafi verið tekin af stjórn félagsins á fundi 13. desember, og að hún sé í takt við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu þessa árs.

„Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni.“

Þá segir í tilkynningunni að á komandi vikum muni sala dagspassa hætta, þar sem bæði var hægt að kaupa 24 og 72 klukkustunda passa.

„Kapp greiðsluþak hefur komið í staðinn fyrir þær vörur. Ónotaðir 24 klst. og 72 klst. passar ógildast ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×