Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 11:32 Jimmy Butler gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Miami Heat. Getty/Brennan Asplen Miami Heat hefur sett NBA-stjörnuna Jimmy Butler í sjö leikja bann og leitast nú eftir því að skipta þessum 35 ára gamla körfuboltamanni út. Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður. NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður.
NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira