Akureyringar eins og beljur að vori Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 14:00 Brekkur Hlíðarfjalls eru loksins opnar. Vísir/Tryggvi Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira