„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 14:34 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna. Flóahreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna.
Flóahreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira