Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:46 Þórir kvaddur með stæl. EPA/Liselotte Sabroe Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þá var Þórir kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5 Íþróttamaður ársins Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira
Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Íþróttamaður ársins Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira