Sport

Björg Elín íþrótta­eld­hugi ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Stefánsosn, Lárus Blöndal, Björg Elín og Þórey Edda Elísdóttir.
Andri Stefánsosn, Lárus Blöndal, Björg Elín og Þórey Edda Elísdóttir. Vísir/Hulda Margrét

Björg Elín Guðmundsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttaeldhugi ársins 2024.

Íþrótta­eld­hugi árs­ins er val­inn úr röðum sjálf­boðaliða í íþrótta­hreyf­ing­unni sem hafa í gegn­um árin nýtt eig­in hæfi­leika, frí­tíma og sérþekk­ingu til að efla íþrótt­a­starfið í sínu nærum­hverfi eða á land­inu öllu.

Alls bárust 353 tilnefningar um 76 einstaklinga úr 24 íþróttagreinum. Þeir Haukur Guðberg Einarsson og Ingi­berg­ur Þór Jónas­son, formenn knattspyrnu og körfuknattleiksdeild Grindavíkur voru einnig tilnefndir að þessu sinni.

Það var hins vegar Björg Elín, sjálfboði liði innan handknattleiksdeildar Vals og hjá HSÍ, sem var kjörin Íþróttaeldhugi ársins 2024.

„Þetta er ómetanlegt, maður er bara hræður yfir því að vera tilnefndur með þessum fínu strákum frá Grindavík."

„ Ég er að gefa til baka þeim sem gáfu mér. Finnst það dásamleg gjöf. Það er verið að bíða eftir að ég verði í göngugrind, það endar þannig,“ sagði Björg Elín varðandi starf sitt sem sjálfboðaliði.

„Allt þetta góða fólk sem maður hefur kynnst,“ sagði Björg Elín að endingu aðspurð hvað stæði upp úr.

Þetta var í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt. Í fyrra var Guðrún Kristín Einarsdóttir valin og árið 2022 var Haraldur Ingólfsson valinn Íþróttaeldhugi ársins, fyrstur allra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×