Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 15:53 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Skjáskot/Stöð 2 Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Umhverfissálfræðingur segir birtuleysi hafa gríðarleg áhrif á fólk. Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira