Innlent

Orkumálin verði ofar­lega á lista ríkis­stjórnarinnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að afloknum ríkisstjórnarfundi sem fram fór í morgun.

Hún segir að orkumálin verði ofarlega á lista hjá ríkisstjórninni á fyrstu mánuðum hennar. 

Þá fjöllum við um harðan jarðskjálfta sem reið yfir Tíbet í nótt en tala látinna hefur farið hækkandi eftir því sem liðið hefur á daginn.

Einnig fjöllum við um vöruhúsið umdeilda í Mjóddinni sem verður rætt á borgarstjórnarfundi í dag og fræðumst um deiluna um Grænland, sem virðist í uppsyglingu á milli Bandaríkjamanna, Dana og Grænlendinga sjálfra. 

Í íþróttapakka dagsins fjöllum við um HM í handbolta sem nálgast nú óðfluga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×