„Þetta er sannarlega mikill heiður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 16:39 Guðmundur Ari er nýr á þingi en fer með formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins. Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira