Á Instagram reikningi Bioeffect segir meðal annars:
„Nærðu húðina innan frá og út með þessum kraftmikla safa frá Jönu. Hann er stútfullur af andoxunarefnum, næringarefnum, vítamínum, steinefnum og heilbrigðri fitu sem líkami þinn og húð munu elska. Fullkomið fyrir þau sem vilja vera geislandi og fá auka raka.“
Hér má finna uppskriftina að græna safanum:
1 bolli af frosnum ananas
2 bollar af vatni eða köldu grænu te-i
1 bolli af spínati eða káli
Nokkur mintulauf
⅓ af heilli gúrku
2 sellerí stiklar
Safi úr hálfri sítrónu
3 þurrkaðar apríkósur
2 brasilíuhnetur
2 teskeiðar af hampfræjum
1 teskeið af kollagen dufti (valfrjálst)