Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:13 Patrik veit hvað hann syngur þegar kemur að nýjustu tísku. Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz Tíska og hönnun Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira