Sport

Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævin­týra­ferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erika Nótt Einarsdóttir var á dögunum valið hnefaleikakona ársins fyrir árið 2024.
Erika Nótt Einarsdóttir var á dögunum valið hnefaleikakona ársins fyrir árið 2024. @erika_nott_

Hnefaleikabardagakonan Erika Nótt Einarsdóttir er að leggja í stað í mikið ævintýri eins og þjálfari hennar sagði frá á samfélagsmiðlum.

Erika Nótt varði í fyrra fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum og því náði hún aðeins sautján ára gömul.

Nú ætlar hún sér enn stærri hluti á átjánda aldursári og er því lögð að stað í þriggja mánaða æfingabúðir erlendis.

Davíð Rúnar Bjarnason og Erika Nótt Einarsdóttir á Keflavíkurflugvelli í dag.@thugfather

Davíð Rúnar Bjarnason er þjálfari hennar og skutlaði henni út á flugvöll í dag.

„Davíð Rúnar er smá lítill í sér núna en stoltur. Ég var að skutla henni Eriku Nótt út á Keflavíkurflugvöll. Það er gossagnarkennt að fá að gera það,“ sagði Davíð Rúnar.

Hann hefur unnið mikið með henni og hjálpað að vera betri boxari. Nú sækir hún sér í meiri reynslu utan Íslands.

„Hún er núna að fara í þrjá mánuði til þriggja mismunandi landa, mánuð í senn í hverju landi. Hún er þarna að fara að æfa á hæsta getustigi til að verða betri boxari,“ sagði Davíð.

„Ég er ótrúleg spenntur að fylgjast með henni og sjá þennan part af ferðalaginu hennar. Þá er ég að tala um ferðalag hennar í lífinu á leið sinni að verða betri boxari,“ sagði Davíð.

„No boxing, no life,“ endaði Davíð Rúnar eða „engir hnefaleikar, ekkert líf,“ á íslensku.

Box

Tengdar fréttir

Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland

Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku.

„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“

Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×