Innlent

Strand í við­ræðum og já­kvæður þrýstingur frá Trump

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Hlé hefur verið gert í kjarasamningsviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Náist ekki samningar fyrir 1. febrúar hefjast verkföll að nýju. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um skæða fuglaflensu, sem greinst hefur í tveimur heimilisköttum. Við ræðum við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST.

Utanríkisráðherra segir mikilvægt að ákvarðanir um framtíð Grænlands verði teknar í Nuuk en ekki Washington eða Kaupmannahöfn. Hún segir að þrátt fyrir alvarleika málsins hafi Donald Trump beitt Evrópulönd jákvæðum þrýstingi varðandi varnarmál.

Í íþróttapakkanum heyrum við í Finn Frey Stefánssyni þjálfara karlaliðs Vals í körfubolta. Valur tapaði gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í gær.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×