Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. janúar 2025 20:02 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað. Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað.
Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira