Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2025 23:40 Hverfið Pacific Palisades hefur farið einna verst út úr eldunum. AP/Ethan Swope Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50