Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. janúar 2025 22:37 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“ Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“
Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira