Innlent

Skúr varð eldi að bráð

Árni Sæberg skrifar
Talverður eldur var í skúrnum.
Talverður eldur var í skúrnum. Brunavarnir Suðurnesja

Skúr milli Garðs og Sandgerðis fór illa þegar eldur kviknaði í honum um klukkan 20 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja segir að laust eftir klukkan 20 hafi tilkynning borist um eldsvoða á svæðinu milli Garðs og Sandgerðis.

Þegar fyrsti dælubíllinn kom á vettvang hafi blasað við talsverður reykur og eldur, þar sem skúrinn hafi verið fullur af eldfimu efni.

Á svæðinu séu engir brunahanar, svo kalla hafi þurft eftir tankbíl til að flytja vatn á vettvang. Um 26 þúsund lítrar af vatni hafi verið notaðir við slökkvistarf. Slökkvistarfi hafi lokið um miðnætti, en skúrinn orðið fyrir miklu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×