Lífið

Fólk sóttist eftir því að vinna hjá Séð & heyrt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tobba var viðmælandi í fyrsta þættinum.
Tobba var viðmælandi í fyrsta þættinum.

Þættirnir Séð & heyrt hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þeir eru í umsjón Þorsteins J.

Þættirnir fjalla tímarit sem bauð upp á íslenskt slúður í tuttugu ár, frá 1996 til 2016.

Saga slúðurtímaritsins er sögð með viðtölum við blaðamenn og viðmælendur blaðsins. Þar kemur meðal annars fram að umbrotsviðmið blaðsins voru að hafa myndskreytingar ríkulegar, æsilegar forsíðu og krassandi fyrirsagnir.

Rætt var við fyrrum blaðamenn og ljósmyndara blaðsins í fyrsta þættinum og meðal annars við, Tobbu Marinós sem vann hjá Séð & Heyrt sem blaðamaður.

„Það voru mjög margir sem sóttust eftir því að vinna hjá Séð & heyrt. Sérstaklega ef þú varst ungur og barnlaus og ég tala nú ekki um einhleypur. Því þetta var bara mikið djamm og maður fékk boð á allar frumsýningar,“ segir Tobba og heldur áfram.

„Allt í einu er þér boðið á allt og þú getur kynnst öllum og komið þér í tengingu við nánast hvern sem er.“

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.

Klippa: Fólk sóttist eftir því að vinna hjá Séð & heyrt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.