Við tölum við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing sem segir að hrinan í morgun minni um marggt á aðdraganda eldgossins í Holuhrauni árið 2014.
Þá fjöllum við áfram um utankjörfundaratkvæðin sem skiluðu sér ekki í síðustu kosningum en ekki liggur fyrir hversu mörg slík atkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn á Norðurlandi eystra ellefu dögum eftir kosningar.
Að auki fjöllum við um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fjármálaráðherra segir að til standi að klára á þessu ári.
Í íþróttapakka dagsins er það HM í handbolta sem verður í fyrirrúmi en mótið hefst í dag þótt Íslendingar mæti ekki til leiks fyrr en á fimmtudag.