James bjargaði heimaliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2025 19:01 Fyrirliðinn Reece James bjargaði sínum mönnum fyrir horn. Darren Walsh/CGetty Images Hinn meiðslahrjáði Reece James, fyrirliði Chelsea, kom sínum mönnum til bjargar á ögurstundu þegar Bournemouth virtist vera að sækja þrjú stig á Brúnna í leik liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir hafa átt góðu gengi að fagna gegn stórliðum ensku deildarinnar á þessari leiktíð. Chelsea hafði fyrir leik kvöldsins ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og því mátti búast við hörkuleik. Það var ekki að sjá að heimaliðið væri með lítið sjálfstraust en Cole Palmer kom þeim yfir á 13. mínútu eftir undirbúning Nicolas Jackson. Framherjinn Jackson átti svo skot í stöng sem og skalla sem Mark Travers varði vel í marki Bournemouth áður en fyrri hálfleik var lokið. Hann hefði betur nýtt færin en í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu sem Justin Kluivert skoraði af miklu öryggi úr. Skömmu síðar var David Brooks heppinn að fá aðeins gult spjald þegar hann virtist rífa Marc Cucurella niður en Spánverjinn var að hlaupa fram úr Brooks eftir að Robert Sánchez, markvörður Chelsea, hafði handsamað boltann. Antoine Semenyo kom svo Bournemouth yfir á 68. mínútu og lengi vel virtist sem það yrði sigurmarkið. Reece James steig hins vegar upp og jafnaði metin með marki úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Brúnni 2-2 og Chelsea nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er með 37 stig í 4. sæti á meðan Bournemouth er í 7. sæti með 34 stig. Önnur úrslit West Ham United 3-2 Fulham Enski boltinn Fótbolti
Hinn meiðslahrjáði Reece James, fyrirliði Chelsea, kom sínum mönnum til bjargar á ögurstundu þegar Bournemouth virtist vera að sækja þrjú stig á Brúnna í leik liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir hafa átt góðu gengi að fagna gegn stórliðum ensku deildarinnar á þessari leiktíð. Chelsea hafði fyrir leik kvöldsins ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og því mátti búast við hörkuleik. Það var ekki að sjá að heimaliðið væri með lítið sjálfstraust en Cole Palmer kom þeim yfir á 13. mínútu eftir undirbúning Nicolas Jackson. Framherjinn Jackson átti svo skot í stöng sem og skalla sem Mark Travers varði vel í marki Bournemouth áður en fyrri hálfleik var lokið. Hann hefði betur nýtt færin en í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu sem Justin Kluivert skoraði af miklu öryggi úr. Skömmu síðar var David Brooks heppinn að fá aðeins gult spjald þegar hann virtist rífa Marc Cucurella niður en Spánverjinn var að hlaupa fram úr Brooks eftir að Robert Sánchez, markvörður Chelsea, hafði handsamað boltann. Antoine Semenyo kom svo Bournemouth yfir á 68. mínútu og lengi vel virtist sem það yrði sigurmarkið. Reece James steig hins vegar upp og jafnaði metin með marki úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Brúnni 2-2 og Chelsea nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er með 37 stig í 4. sæti á meðan Bournemouth er í 7. sæti með 34 stig. Önnur úrslit West Ham United 3-2 Fulham