Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 19:41 Einstaklingur sem þóttist vera Brad Pitt fékk konu til að greiða sér tugi milljóna króna. Getty/gilbert flores Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd. Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd.
Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira