Innlent

Þingmannanefnd skipuð um rann­sókn á kosningu þing­manna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Von er á skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar. Ýmis álitamál hafa komið upp í tengslum við kosningarnar.
Von er á skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar. Ýmis álitamál hafa komið upp í tengslum við kosningarnar. Vísir/Vilhelm

Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi.

Fyrsti fundur nefndarinnar er á dagskrá klukkan 15.15 í dag.

Verkefni nefndarinnar verður að taka á móti umsögn landskjörstjórnar um kosningakærur, mat á kjörgengi nýkjörinna þingmanna og gildi ágreiningsseðla, sem og öðrum gögnum frá landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum kjördæma um alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024.

„Undirbúningsnefnd fer yfir framkomin gögn, aflar annarra gagna eftir því sem þörf er á og semur greinargerð um störf sín og tillögur,“ segir í tilkynningu frá Alþingi.

Það eru þingflokkarnir sem tilnefna nefndarmenn en þessir eiga sæti:

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu,

Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki,

Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn,

Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins,

Sigríður Á. Andersen, Miðflokki,

Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingu,

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki,

María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn,

Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokki.

Hér má finna reglur um störf undirbúningsnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×