Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 13:09 Þó ýmsir hafi verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar í formannsframboð Sjálfstæðisflokksins beinast augun fyrst og síðast að þessum þremur: Þórdísi Kolbrúnu, Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu. vísir/vilhelm Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira