Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 07:48 Á myndinni eru foreldrar barna á Brákarborg sem eru langþreytt tíðum lokunum í leikskólanum.Það eru í efstu röð, frá vinstri, Anna Margrét Arthúrsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Særún Ósk Böðvarsdóttir. Í annarri röð, frá vinstri eru Sigrún Torfadóttir og Daníel Karlsson og mynd af Brákarborg. Í þriðju röð eru, frá vinstri, Valentina Tinganelli, Eyjólfur Sigurjónsson og Una Guðmundsdóttir. Samsett Foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg gagnrýna það harðlega í aðsendri grein að verja eigi fjármunum í að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskóla í Ármúla þegar ekki hefur tekist að manna almennilega þá leikskóla sem þegar eru til. Foreldrarnir segja tíða fáliðun í leikskólanum og loka þurfu heilum og hálfum deildum reglulega. Þá séu flutningarnir farnir að hafa mikil áhrif á bæði starfsmenn og börn. Þau krefjast úrbóta og skýringa frá borginni um það hvernig eigi að koma til móts við þau til að koma í veg fyrir frekari fáliðun og skerðingu á starfi. Undir greinina skrifa þau Valentina Tinganelli, Eyjólfur Sigurjónsson, Elísabet Erlendsdóttir, Sigrún Torfadóttir, Daniel Karlsson, Særún Ósk Böðvarsdóttir, Anna Margrét Arthúrsdóttir og Una Guðmundsdóttir. „Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði,“ segir í grein foreldranna. Starfseminni var svo, eins og fjallað hefur verið um, komið fyrir á tveimur stöðum. Annars vegar í gömlu Brákarborg í Brákarsundi og hins vegar í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum. Í greininni kemur fram að til þess að bregðast við álagi sem þessum flutningum myndi fylgja hafi borginni tilkynnt foreldrum í haust að fjölga ætti stöðugildum í leikskólanum um tvö. Ekki hefur þó enn tekist að manna þær stöður samkvæmt grein foreldranna. Þá segja foreldrarnir mikið hafa gengið á í vetur. Það séu alls tólf starfsmenn í langtíma veikindaleyfi sem valdi mikilli skerðingu á leikskólastarfi. Ítrekað hafi þurft að loka deildum í heila eða hálfa daga eða taka upp fáliðun. „Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis, voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessi skipti,“ segir í greininni. Sex fáliðunarpóstar á árinu Þá kemur fram að á þeim tíu dögum sem leikskólinn hefur verið opinn á þessu ári hafi verið sendir út sex fáliðunarpóstar og tilkynnt að tilteknar deildir séu lokaðar frá hádegi eða allan daginn. Sjá einnig: Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Í greininni segir að hópur foreldra hafi lýst óánægju sinni með því að senda póst á skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þar hafi þau óskað eftir svörum og viðbrögðum. Svona leit Brákarborg út þegar hann var opnaður 2022. Leikskólinn er nú lokaður á meðan hann er lagaður.Reykjavíkurborg „Svar fagstjóra barst mánudaginn 13. janúar og er því lýst þar að borgin sé meðvituð um ástandið á Brákarborg. Jafnframt segir þar að Skóla- og frístundasvið sjái ekki fyrir endann á þessum vanda og að ekki sé til einföld lausn við honum. Í svarinu kemur fram að setja eigi saman teymi frá Skóla- og frístundasviði þar sem áætlað er að búa til aðgerðaráætlun vegna ástandsins á Brákarborg fyrir næstu vikur og mánuði.“ Foreldrarnir ítreka að vandinn sé ekki nýr. Það hafi verið ítrekað gripið til fáliðunar allt frá haustinu 2023 og skóla- og frístundasvið ætti að vera meðvitað um það. Þau sætti sig því ekki við þessi svör og vilji fá að vita hvernig eigi að koma til móts við þau og hvernig þeir fjármunir sem hafa verið sparaðir við að reka ófullmannaðan leikskóla verði nýttir. Starfsfólk sé að bugast „Við óttumst að það kraftmikla starfsfólk sem enn er í skólanum sé að bugast undan því álagi sem þau starfa við. Yfirstjórn leikskólahluta borgarinnar virðist þó vera algjörlega um megn að takast á við vanda leikskólans og virðist helsta lausnin sem þau bjóða er að bíða og vona að málin leysist með tímanum.“ Sjá einnig: „Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Þau segja það hafa stungið í stúf að sjá svo í vikunni að það eigi að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskólann í Ármúla. „Leikskólinn er fyrsta skólastigið og var til þess stofnað af ríkum ástæðum. Börn og foreldrar þurfa á þessari grunnþjónustu að halda, jafnvel þó að hún sé ekki lögbundin. Reykjavíkurborg segist vera fjölskylduvæn borg en við sem eigum börn í leikskólanum Brákarborg höfum ekki séð það í verki. Börnin okkar hafa búið við rótleysi og óstöðugleika í allt of langan tíma,“ segja þau að lokum og hvetja borgaryfirvöld til að sýna vilja sinn í verki. Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Foreldrarnir segja tíða fáliðun í leikskólanum og loka þurfu heilum og hálfum deildum reglulega. Þá séu flutningarnir farnir að hafa mikil áhrif á bæði starfsmenn og börn. Þau krefjast úrbóta og skýringa frá borginni um það hvernig eigi að koma til móts við þau til að koma í veg fyrir frekari fáliðun og skerðingu á starfi. Undir greinina skrifa þau Valentina Tinganelli, Eyjólfur Sigurjónsson, Elísabet Erlendsdóttir, Sigrún Torfadóttir, Daniel Karlsson, Særún Ósk Böðvarsdóttir, Anna Margrét Arthúrsdóttir og Una Guðmundsdóttir. „Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði,“ segir í grein foreldranna. Starfseminni var svo, eins og fjallað hefur verið um, komið fyrir á tveimur stöðum. Annars vegar í gömlu Brákarborg í Brákarsundi og hins vegar í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum. Í greininni kemur fram að til þess að bregðast við álagi sem þessum flutningum myndi fylgja hafi borginni tilkynnt foreldrum í haust að fjölga ætti stöðugildum í leikskólanum um tvö. Ekki hefur þó enn tekist að manna þær stöður samkvæmt grein foreldranna. Þá segja foreldrarnir mikið hafa gengið á í vetur. Það séu alls tólf starfsmenn í langtíma veikindaleyfi sem valdi mikilli skerðingu á leikskólastarfi. Ítrekað hafi þurft að loka deildum í heila eða hálfa daga eða taka upp fáliðun. „Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis, voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessi skipti,“ segir í greininni. Sex fáliðunarpóstar á árinu Þá kemur fram að á þeim tíu dögum sem leikskólinn hefur verið opinn á þessu ári hafi verið sendir út sex fáliðunarpóstar og tilkynnt að tilteknar deildir séu lokaðar frá hádegi eða allan daginn. Sjá einnig: Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Í greininni segir að hópur foreldra hafi lýst óánægju sinni með því að senda póst á skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þar hafi þau óskað eftir svörum og viðbrögðum. Svona leit Brákarborg út þegar hann var opnaður 2022. Leikskólinn er nú lokaður á meðan hann er lagaður.Reykjavíkurborg „Svar fagstjóra barst mánudaginn 13. janúar og er því lýst þar að borgin sé meðvituð um ástandið á Brákarborg. Jafnframt segir þar að Skóla- og frístundasvið sjái ekki fyrir endann á þessum vanda og að ekki sé til einföld lausn við honum. Í svarinu kemur fram að setja eigi saman teymi frá Skóla- og frístundasviði þar sem áætlað er að búa til aðgerðaráætlun vegna ástandsins á Brákarborg fyrir næstu vikur og mánuði.“ Foreldrarnir ítreka að vandinn sé ekki nýr. Það hafi verið ítrekað gripið til fáliðunar allt frá haustinu 2023 og skóla- og frístundasvið ætti að vera meðvitað um það. Þau sætti sig því ekki við þessi svör og vilji fá að vita hvernig eigi að koma til móts við þau og hvernig þeir fjármunir sem hafa verið sparaðir við að reka ófullmannaðan leikskóla verði nýttir. Starfsfólk sé að bugast „Við óttumst að það kraftmikla starfsfólk sem enn er í skólanum sé að bugast undan því álagi sem þau starfa við. Yfirstjórn leikskólahluta borgarinnar virðist þó vera algjörlega um megn að takast á við vanda leikskólans og virðist helsta lausnin sem þau bjóða er að bíða og vona að málin leysist með tímanum.“ Sjá einnig: „Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Þau segja það hafa stungið í stúf að sjá svo í vikunni að það eigi að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskólann í Ármúla. „Leikskólinn er fyrsta skólastigið og var til þess stofnað af ríkum ástæðum. Börn og foreldrar þurfa á þessari grunnþjónustu að halda, jafnvel þó að hún sé ekki lögbundin. Reykjavíkurborg segist vera fjölskylduvæn borg en við sem eigum börn í leikskólanum Brákarborg höfum ekki séð það í verki. Börnin okkar hafa búið við rótleysi og óstöðugleika í allt of langan tíma,“ segja þau að lokum og hvetja borgaryfirvöld til að sýna vilja sinn í verki.
Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00