Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi fer fram dag og standa Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna af því tilefni beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan frá 10 til 14 í dag en dagskrá má finna neðst í fréttinni.
Í tilkynningu segir að markmið og tilgangur Mannamóta sé að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fái tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir séu á höfuðborgarsvæðinu og mynda tengsl.
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila um land allt. Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.
Dagskrá
- 10:00 - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri
- 10:20 - Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort
- 10:40 - Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin
- 11:00 - Ragnhildur Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Lava Show
- 11:20 - Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures
- 11:40 - Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands og Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands
- 12:00 - Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar
- 12:20 - Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel
- 12:40 - Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
- 12:50 - Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra
- 13:20 - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
- 13:40 - Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum