Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einar Sveinbjörnson, veðurfræðingurinn, bendir á að mun kaldara loft lúri vesturundan landinu.
„Þegar styttir upp nærri hádegi suðvestanlands er hætt við að þymndist glæraísing á yfirborði allvíða og eins fyrir austan fjall,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína.
Aðeins sé spurning um tíma hvenær veghiti fari undir frostmark, síðdegis eða í kvöld.
Stíf sunnanátt og rigning fylgir nú lægð sem er á leið norður yfir landið. Veðurstofan segir að lægðin fjarlægist með deginum og á dragi úr vindi of ofankomu. Kólna eigi smám saman.