Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 11:06 Hús í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles sem brunnið hafa til grunna. AP/Carolyn Kaster Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira