Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 11:06 Hús í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles sem brunnið hafa til grunna. AP/Carolyn Kaster Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira